Chelsea tapaði fyrir Bremen 22. nóvember 2006 21:37 Eiður Smári hafði ekki heppnina með sér upp við mark Levski í kvöld AFP Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. Chelsea var án Frank Lampard sem var í leikbanni, en það var þýski landsliðsmaðurinn Per Mertesacker sem skoraði sigurmark Bremen með öflugum skalla á 26. mínútu. Óvíst er hvort framherjinn magnaði Didier Drogba geti spilað með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester United um helgina eftir að hafa haltrað af velli meiddur á ökkla. Andriy Shevchenko var á varamannabekk Chelsea í kvöld. John Terry fékk að líta gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í lokaleik liðsins gegn Levski. Chelsea er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum þrátt fyrir tapið. Inter Milan lagði Sporting í B-riðli með marki frá Hernan Crespo á 36. mínútu, en fyrr í kvöld skildu Spartak og Bayern jöfn 2-2 í Moskvu. Bayern hefur 11 stig á toppnum, Inter 9 stig og Sporting hefur 5 stig. Í C-riðli vann Bordeux 3-1 sigur á Galatasaray og Liverpool lagði PSV 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard á 65. mínútu og Peter Crouch á 89. mínútu. Liverpool er á toppi riðilsins með 13 stig en PSV er í öðru sæti með 10 stig. Sigur Liverpool í kvöld var nokkuð dýrkeyptur, en þeir Xabi Alonso, Mark Gonzales og Jermaine Pennant þurftu allir að fara meiddir af velli. Í D-riðli tryggði Valencia sér efsta sætið með 2-0 sigri á Olympiakos. Angulo og Morientas skoruðu mörk spænska liðsins sitt hvoru megin við hálfleikinn. Þá vann Shaktar óvæntan sigur á Roma 1-0. Valencia er í efsta sæti riðilsins með 13 stig, Roma hefur 7 stig og Shaktar 5 stig. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. Chelsea var án Frank Lampard sem var í leikbanni, en það var þýski landsliðsmaðurinn Per Mertesacker sem skoraði sigurmark Bremen með öflugum skalla á 26. mínútu. Óvíst er hvort framherjinn magnaði Didier Drogba geti spilað með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester United um helgina eftir að hafa haltrað af velli meiddur á ökkla. Andriy Shevchenko var á varamannabekk Chelsea í kvöld. John Terry fékk að líta gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í lokaleik liðsins gegn Levski. Chelsea er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum þrátt fyrir tapið. Inter Milan lagði Sporting í B-riðli með marki frá Hernan Crespo á 36. mínútu, en fyrr í kvöld skildu Spartak og Bayern jöfn 2-2 í Moskvu. Bayern hefur 11 stig á toppnum, Inter 9 stig og Sporting hefur 5 stig. Í C-riðli vann Bordeux 3-1 sigur á Galatasaray og Liverpool lagði PSV 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard á 65. mínútu og Peter Crouch á 89. mínútu. Liverpool er á toppi riðilsins með 13 stig en PSV er í öðru sæti með 10 stig. Sigur Liverpool í kvöld var nokkuð dýrkeyptur, en þeir Xabi Alonso, Mark Gonzales og Jermaine Pennant þurftu allir að fara meiddir af velli. Í D-riðli tryggði Valencia sér efsta sætið með 2-0 sigri á Olympiakos. Angulo og Morientas skoruðu mörk spænska liðsins sitt hvoru megin við hálfleikinn. Þá vann Shaktar óvæntan sigur á Roma 1-0. Valencia er í efsta sæti riðilsins með 13 stig, Roma hefur 7 stig og Shaktar 5 stig.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira