Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB 7. nóvember 2006 13:59 MYND/Stefán Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent