Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB 7. nóvember 2006 13:59 MYND/Stefán Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira