Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum 4. nóvember 2006 19:00 Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. MYND/Vilhelm Gunnarsson Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira