Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála 1. nóvember 2006 17:06 Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira