Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana 31. október 2006 19:15 Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni. Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni.
Fréttir Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira