Fyrrum þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum, Trevor Berbick, fannst látinn í Norwich á Jamaíku í gær. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins en Berbick var með ljóta höfuðáverka þegar hann fannst.
Berbick vann sér það helst til frægðar að vera síðasti maðurinn til að berjast við Muhammad Ali árið 1981 og vann hann sigur í þeim bardaga, en hann var einnig heimsmeistari WBC sambandsins til skamms tíma árið 1986 áður en Mike Tyson gjörsigraði hann það ár.