Innlent

Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006. Í dómnum kemur fram áfengismagn í blóði mannsins hafi verið verulegt í öll skipti auk þess sem ákærði virtist leggja í vana sinn að fremja slík brot.

Ákærði á að baki brotaferil frá árinu 1983. Hann hefur hlotið 25 refsidóma fyrir nytjastuldi, brot gegn valdstjórninni, þjófnaði, líkamsárásir, fíkniefnabrot, fjársvik, tékkalagabrot og ýmis umferðalagabrot. Þar af hefur maðurinn verið 22 sinnum tekinn fyrir ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×