Sony sker hagnað niður um helming 19. október 2006 09:13 Fartölvur til sölu í verslun í Tókýó í Japan. Mynd/AP Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira