Afmælistónleikar Sykurmolanna 12. október 2006 20:31 Sykurmolarnir saman í Laugardalshöll í nóvember. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi). Lífið Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi).
Lífið Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira