
Sport
Walcott tryggði Englendingum sæti á EM

Táningurinn Theo Walcott tryggði enska U-21 árs landsliðinu 2-0 sigur á Þjóðverjum í kvöld og um leið sæti á EM næsta sumar, þegar hann skoraði bæði mörk liðsins eftir að hafa komið inn sem varamaður þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Einum leikmanni var vikið af leikvelli í báðum liðum í kvöld, en Þjóðverjar klúðruðu vítaspyrnu og fjölda marktækifæra. Enska liðið vann því einvígið í umspilinu samanlagt 3-0.