Innlent

Ferðir um draugabæ

Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ.

Ólafur Guðbergsson, rútubílstjóri, segir að það berist margar fyrirspurnir um það hvort hægt sé að fá að fara um völlinn. Þessar ferðir séu svar við þeirri eftirspurn og á morgun verði kannað hverjar viðtökurnar verði.

Sigurbörn Sigurbjörnsson, herstöðvarleiðsögumaður, betur þekktur sem "Bubbi kóngur" segir að margir hafi ekki skoðað svæðið fyrr. Hann segir ástandið þar síðustu mánuði hafa verið erfitt. Hann, og fleiri, hafi þurft að horfa upp á Bandaríkjamenn tæma allt hratt. Skrítið sé að fara þarna nú og sjá að þarna sé enginn og allt dautt og yfirgefið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×