Bardagi að bresta á 6. október 2006 20:51 Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur. Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur.
Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira