Innlent

ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum

Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað.

Öryrkjabandalagið telur að lífyeirssjóðrnir hafi engar lagaforsendur fyrir því að skerða eða fella niður örorkulífeyrisgreiðslur samkvæmt nýrri ákvörðun og ætlar í mál. Þessi skerðing tekur gildi um næstu mánaðamót. Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ staðfestir í Fréttablaðinu í dag að skerðingin nái til 2300 einstaklinga og séu þetta upphæðir uppá um 600 milljónir króna á ári.

Hjördís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir að aldrei hafi farið af stað jafn kerfisbundin kjaraskerðing gagnvart fátækasta fólki landsins. Sumir séu sviptir ölloum bótum segir Hjördís og spyr "hvar er verkalýðshreyfingin." Tekur hún sem dæmi að fimmtán þúsund króna kjarabót sem fékkst samhliða samkomulagi verkalýpðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins í vor fari öll fyrir lítið vegna nýju skerðingarinnar.

ÖBÍ sendi Gildi erindi um að höfðað yrði eitt dómsmál - prófmál sem myndi gilda fyrir alla. Því erindi var ekki svarað svo að bandalagið verði að fara í umfangsmikið dómsmál ggen fjórtán lífeyrissjóðum. Málið skýrist frekar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×