Franski markvörðurinn Fabien Barthez hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Barthez hefur verið með lausa samninga síðan hann var látinn fara frá Marseille á síðustu leiktíð, en þessi 35 ára gamli markvörður á að baki 87 landsleiki fyrir Frakklands hönd.
Barthez var afar sigursæll á ferli sínum og vann bæði heims- og Evrópumeistaratitil með Frökkum. Hann spilaði lengst af með Marseille í heimalandinu en var einnig hjá Manchester United á árunum 2000-2003.