Innlent

Harma lækkun til leikhópa

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa harmar niðurskurð á opinberu framlagi til atvinnuleikhópa. Í fréttatilkynningu frá Bandalaginu segir að á fjárlögum 2007 sé lagt til að fjárlagaliðurinn ,,starfsemi atvinnuleikhópa" lækki.

Undanfarin ár hafi fjárliðurinn staðið í stað þrátt fyrir aukinn launa- og uppsetningakostnað, sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar þurfa að standa straum af.

Stjórn Bandalags sjálfstæðra leikhúsa harmar það sem það kallar þá vanvirðingu og það þekkingarleysi sem felist í slíkri aðför stjórnvalda að sjálfstæðri atvinnustarfsemi í sviðslistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×