Innlent

ALCOA svermar fyrir konum

Alcoa Fjarðaál ætlar, á sunnudag, að efna til sérstaks kvennadags fyrir konur á Austurlandi. Markmiðið með uppákomunni er að kynna álver Alcoa Fjarðaáls sem góðan vinnustað fyrir konur.

Farið verður í skoðunarferð um svæðið í rútum og Tómas Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls tekur móti konunum í veitingasal starfsmannaþorps Bechtel og HRV. Þar verður m.a. sýnt myndband frá álveri Alcoa í Deschambault í Kanada, auk þess sem kanadískur starfsmaður þess mun segja frá reynslu sinni.

Í lokin verður svo boðið upp á veitingar. Fundarstjóri verður Björk Jakobsdóttir leikkona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×