Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega 3. október 2006 20:14 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira