Innlent

Samfylkingin ekki hrifin af fjárlagafrumvarpinu

Samfylkingin er ekki ýkja hrifin af nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fylkingin segir að Frumvarpið opinberi áframhaldandi ójöfnuð, svikin loforð og slaka efnahagsstjórn á tímum þegar þörf sé aðhalds og ráðdeildar.

Loforð um 600 milljónir króna til öryrkja séu svikin, almenningur búi áfram við skerðingu á vaxtabótum og ekkert bóli á aðgerðum til að lækka matvælaverð.

Öll áætlanagerð er sögð í molum og reynslan sýni að útgjöld ríkissjóðs muni fara langt fram úr öllum áætlunum. Þetta er, í stuttu máli, álit Samfylkingarinnar á nýju fjárlagafrumvarpi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×