Innlent

Stjórnmálaskóli fyrir konur

Femínistafélag Íslands mun standa fyrir stjórnmálaskóla ætluðum konum um komandi helgi, 6.-7. október.

Markmið skólans er að vekja áhuga stjórnmálum meðal kvenna og kynna þær leiðir sem konur hafa til áhrifa. Vonir standa til að skólinn virki hvetjandi fyrir konur til að gefa kost sér í prófkjörum en einnig til að kjósa aðrar konur og leiðrétta þannig þá kynjaskekkju sem virðist vera rótföst í stjórn landsins.

Skólinn er þverpólitískur og fjallað verður um mörg og mismunandi mál með hliðsjón af kyni. Skoðað verður af hverju kyn skiptir máli í stjórnmálum, hvað felst í samþættingu kynjasjónarmiða, framkoma verður kennd og rætt umforystu og árangur í stjórnmálum auk þess sem Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans mun sjá um vinnustofu þar sem unnið verður með raunveruleg málefni líðandi stundar.

Þáttaka í skólanum er ókeypis og hægt er að skrá sig á netfangi Feministafélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×