Innlent

Alþingi sett í dag

Alþingi
Alþingi MYND/FG

Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni.

Eftir að guðþjónstu lýkur ganga forseti Íslands, biskupinn, ráðherrar, þingmenn og aðrir gestir yfir í þinghúsið þar sem forseti Íslands setur þingið. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur síðan við fundarstjórn en hún er starfsaldursforseti þetta þingárið. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 verður dreift klukkan fjögur í dag og forsætisráðherra flytur síðan stefnuræðu sína annað kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×