Van Bommel í hópinn á ný 29. september 2006 19:45 Ruud Van Nistelrooy var ekki valinn í hóp Hollendinga að þessu sinni Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea) Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea)
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira