Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga 29. september 2006 17:00 Scott Parker er kominn aftur í enska landsliðshópinn, en hann á að baki aðeins tvo landsleiki, þann síðasta vorið 2004. NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs). Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs).
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira