Newcastle vann nokkuð þægilegan 2-1 sigur á Levadia Tallin í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í kvöld og er því komið í riðlakeppnina með samtals 3-1 sigri í einvíginu. Það var Obafemi Martins sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum með skömmu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn ásamt þremur íslenskum aðstoðarmönnum og komst ágætlega frá verkefninu.