Góð endurkoma hjá Venus Williams

Bandaríska tenniskonan Venus Williams átti vel heppnaða endurkomu á tennisvellinum í dag þegar hún sigraði Önu Ivanovic 6-3 og 6-4 á Fortis meistaramótinu. Williams var þarna að spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði og hafði ekki spilað síðan hún lauk keppni vegna meiðsla á Wimbledon mótinu. Hún er nú aðeins í 54. sæti heimslistans í tennis.