Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð.
United: Van der Sar - Neville, Vidic, Ferdinand, Heinze - O´Shea, Carrick - Scholes, Rooney, Ronaldo - Saha.
Varamenn: Fletcher, Smith, Solskjær, Evra, Brown, Richardson, Kuszczak
Benfica: Quim - Alcides, Luisao, Anderson, Léo - Katsouranis, Petit, Karagounis - Paulo Jorge , Simao - Nuno Gomes.