Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30.
Hér fyrir neðan gefur að líta leiki kvöldsins og svo leikina sem í boði eru annað kvöld:
Þriðjudagur 26. september
kl. 18:30 Benfica - Man. Utd SÝN
kl. 18:30 Arsenal - Porto SÝN Extra
kl. 18:30 Real Madrid - Dynamo Kiev SÝN Extra 2
Miðvikudagur 27. september
kl. 18:30 Liverpool - Galatasaray SÝN
kl. 18:30 Werder Bremen - Barcelona SÝN Extra
kl. 18:30 Inter Milan - Bayern Munchen SYN Extra 2
Heimir Karls, Guðni Bergs og félagar hita upp kl. 18:00 og fara síðan yfir
öll mörkin eftir fyrsta leik. kl. 20:40