Jets - Patriots í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá viðureign New York Jets og New England Patriots úr amerísku ruðningsdeildinni, NFL. Patriots töpuðu titlinum á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið tvö ár í röð, en i kvöld taka mæta þeir Chad Pennington og félögum í Jets sem eru á mikilli uppleið þessa dagana. Útsendingin hefst klukkan 20:30.