Innlent

Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest. Eldurinn mun hafa læst sig í klæðningu og borist upp í þak og tók slökkvistarf töluvert langan tíma þar sem erfiðlega gekk að komast að eldinum. Skólinn var rýmdur um leið og eldsins var vart og var enginn í hættu að sögn slökkviliðs. Tjón af völdum eldsins er óverulegt og því er ekki búist við að kennsla eftir helgi raskist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×