Sættast Zidane og Materazzi? 12. september 2006 18:15 AFP Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira