Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar 5. september 2006 17:30 Eremenko segir Finna hrokafulla og dauðsér eftir því að hafa gerst finnskur ríkisborgari NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Sjá meira
Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Sjá meira