
Sport
Tek enga áhættu með meiðsli leikmanna

Landsliðsþjálfari Brasilíumanna gaf það út á blaðamannafundi í dag að hann ætli að fara varlega þegar hann stillir upp liði sínu fyrir vináttuleikinn gegn Wales í kvöld. Dunga segir lækna brasilíska liðsins meta ástand leikmanna gaumgæfilega og því þurfi stjórar félagsliða sem eiga leikmenn í landsliðinu ekki að hafa óþarfa áhyggjur af meiðslum. Leikur Brassa og Walesverja verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:20 í kvöld.