Ferguson segir Keane verða að njóta starfsins 5. september 2006 15:30 Roy Keane verður að vera þolinmóður í nýja starfinu, en það er væntanlega ekki sterkasta hlið þessa fyrrum stríðsmanns á knattspyrnuvellinum NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. "Ef menn höndla ekki þá pressu sem fylgir starfinu og geta því ekki notið þess - lenda þeir fljótt í vandræðum. Sumir leikmenn halda að þeir geti auðveldlega orðið stjórar, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Þú verður að vera tilbúinn til að tileinka þér nýja hluti og verður umfram allt að reyna að njóta starfsins. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Keane í síma líkt og ég gerði við aðra fyrrum leikmenn mína þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref sem stjórar. Ég óskaði honum góðs gengis og varaði hann við því að í starfinu ætti hann eftir að þurfa að leiða hjá sér hluti sem væru honum alls ekki að skapi og svo hefur starf knattspyrnustjórans breyst mikið í kjölfar aukinna áhrifa leikmanna og aukinna umsvifa fjölmiðla. Roy verður fyrst og fremst að geta notið starfsins til að endast í því, enda er það, ásamt góðri heilsu, það mikilvægasta sem knattspyrnustjóri þarf að hafa," sagði Ferguson og bætti við að hann sjálfur væri enn við sæmilega heilsu og hefði gaman af því sem hann væri að gera - og því væri hann ekkert á þeim buxunum að hætta. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. "Ef menn höndla ekki þá pressu sem fylgir starfinu og geta því ekki notið þess - lenda þeir fljótt í vandræðum. Sumir leikmenn halda að þeir geti auðveldlega orðið stjórar, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Þú verður að vera tilbúinn til að tileinka þér nýja hluti og verður umfram allt að reyna að njóta starfsins. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Keane í síma líkt og ég gerði við aðra fyrrum leikmenn mína þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref sem stjórar. Ég óskaði honum góðs gengis og varaði hann við því að í starfinu ætti hann eftir að þurfa að leiða hjá sér hluti sem væru honum alls ekki að skapi og svo hefur starf knattspyrnustjórans breyst mikið í kjölfar aukinna áhrifa leikmanna og aukinna umsvifa fjölmiðla. Roy verður fyrst og fremst að geta notið starfsins til að endast í því, enda er það, ásamt góðri heilsu, það mikilvægasta sem knattspyrnustjóri þarf að hafa," sagði Ferguson og bætti við að hann sjálfur væri enn við sæmilega heilsu og hefði gaman af því sem hann væri að gera - og því væri hann ekkert á þeim buxunum að hætta.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira