Þrír Svíar í bann

Það eru ekki bara leikmenn króatíska knattspyrnulandsliðsins sem brjóta útivistarreglur þjálfara sinna, því nú hefur Lars Lagerback tilkynnt að þeir Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson verði ekki í liði Svía gegn Liechtenstein á miðvikudag eftir að þeir brutu reglur landsliðsins um útivistartíma. Þremenningarnir höfðu ekki áfengi um hönd, en verða engu að síður settir í skammarkrókinn hjá Lagerback.