Þrír af leikmönnum króatíska landsliðsins, þeir Bosko Balaban, Ivica Olic og Dario Srna, hafa verið dæmdir í leikbann og gert að greiða sekt eftir að þeir brutu útivistarbann liðsins um helgina. Liðið er við æfingar í Slóveníu þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Rússum á miðvikudag og hefur þremenningunum verið gert að biðjast afsökunar á hátterni sínu.
Þrír leikmenn í bann fyrir agabrot

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



