Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal komst í dag í aðra umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mark Philippoussis 6-4, 6-4 og 6-4. Þá eru fyrrum sigurvegarar á mótinu Lleyton Hewitt og Marat Safin einnig komnir áfram eftir góða sigra.
Í kvennaflokki vann stigahæsti tennisleikari heims, Frakkinn Amelie Mauresmo, nokkuð auðveldan sigur á Kristinu Barrois 6-1 og 7-5.