Innlent

Verkalýðsfélag Húsavíkur vill ekki fórna störfum til að ná niður matvælaverði

Mynd/Kristján J. Kristjánsson

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis tekur undir ályktun formanna stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands og segist ekki tilbúið að fórna íslenskum kjarasamningum til að ná niður matvælaverði.

Í ályktun sinni varar félagið við lítið ígrunduðum tillögum um afnám tolla af innfluttum landbúnaðarafurðum en vill í staðin kalla eftir málefnalegri umræðu um stöðu landbúnaðar og úrvinnslugreina þar tengdum. Félagið segir málið ekki eingöngu snúast um stöðu bænda heldur einnig stöðu fjölda starfsmanna sem vinna við matvælaframleiðslu á Íslandi. Full ástæða sé að óttast um stöður þessa fólks, verði landbúanaðarafurðir gefnar frjálsar án nokkurra aðgerða.

Verkalýðsfélagið gerir því þá kröfu til Alþýðusambands Íslands að mótuð verði sameiginleg stefna aðildarfélaga um íslenskan landbúnað. Sambandið eigi félagasmenn innan aðildarfélaga sem eiga hagsmuna að gæta í þessu máli og því beri sambandinu skilda til að standa vörð um þeirra hagsmuni.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×