
Sport
Govou framlengir við Lyon

Franski landsliðsmaðurinn Sidney Govou hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Lyon til ársins 2008. Govou er 27 ára gamall sóknarmaður og hefur verið í herbúðum Lyon í nær áratug, en nokkur lið í Evrópu höfðu verið að bera víurnar í hann á síðustu vikum, þar á meðal enska liðið Aston Villa.