Bolton kaupir Írana

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur fest kaup á íranska landsliðsmanninum Andranik Teymourian, en hann er miðjumaður og kemur frá liði í heimalandi sínu. Hann er 23 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir þjóð sína. Sam Allardyce segir leikmanninn vafalítið eiga eftir að spjara sig í úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á HM í sumar.