Innlent

Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf

Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar.

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í nýjustu rannsóknir og kenningar á fræðasviðinu og verður sérstök áhersla lögð á að kynna aðferðir og úrvinnslu gagna úr viðamiklum gagnasöfnum við erfðarannsóknir á algengum og flóknum erfðasjúkdómum. Samstarfssamningurinn var undirritaður í dag af þeim Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í húsakynnum íslenskar erfðagreiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×