Innlent

Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir

Mynd/Sveinn Runólfsson.

Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið.

Brunamálayfirvöld hafa þegar hafið slíka vinnu en það mun taka nokkur ár þar til henni verði að fullu lokið. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að þrátt fyrir að stórbrunar eins og sá á Mýrum í vor séu afar sjaldgæfir í sögu landisns þá bendi ýmislegt til þess að það gæti breyst. Brunamálastofnun vinnur nú að því að gera námsefni fyrir slökkviliðs og björgunarsveitarmenn sem verður gefið út í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×