Innlent

Forstjóraskipti hjá Dagsbrún

Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi formaður Dagsbrúnar.
Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi formaður Dagsbrúnar.

Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að Gunnar muni áfram koma að rekstri Wyndeham Press Group í Bretlandi með stjórnarsetu í félaginu.

Haft er eftir honum að flest bendi til að Nyhedsavisen muni hafa viðlíka áhrif á danskan fjölmiðlamarkað og Fréttablaðið hafði á Íslandi. Sé það spennandi tækifæri að einbeita sér að uppbyggingu í Danmörku og vinna að undirbúningi útgáfu blaða byggða á viðskiptahugmynd Fréttablaðsins á öðrum mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×