Innlent

Þorgeir Pálsson til Flugstoða ohf.

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur ákveðið að taka boði stjórnar Flugstoða ohf. um að verða forstjóri félagsins. Gengið hefur verið frá starfssamningi milli aðila, sem kveður á um að Þorgeir taki við starfinu 1. janúar 2007. Hann mun fram til þess tíma gegna embætti flugmálastjóra, sem hann var skipaður til árið 1992.

Eins og fram hefur komið voru Flugstoðir ohf. stofnaðar 6. júlí síðastliðinn til að taka við þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar um næstu áramót. Búist er við að um 220 starfsmenn stofnunarinnar muni flytjast til hins nýja félags um áramótin en auk þess mun félagið fara með stjórn dótturfélaganna Flugfjarskipta ehf. og Flugkerfa hf., sem hafa samtals um 80 starfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×