Innlent

Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald

Mynd/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. Því var farið að athuga hvort einhver starfsmannanna væri viðriðin smygl en ólíklegt þótti að fólk sem færi í gegnum almenna skoðun gætu smyglað því magni sem um ræðir. Fangavörðurinn, sem er um tvítugt, var starfsmaður í sumarafleysingum. Valtýr segir hann hafa hreint sakavottorð og hafi komið vel fyrir í ráðningarviðtali fyrr í sumar. Hann segir óljóst á þessari stundu hvernig tekið verði á málinu eða hvort fleiri tengist því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×