Innlent

Mannbjörg úti fyrir Rifi

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/Vilhelm

Mannbjörg varð í gærkvöld þegar bátur með þrjá menn innanborðs sökk í grennd við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöld. Skemmtibátur var fyrstur á staðinn og tók mennina þrjá um borð.

Þyrla Gæslunnar var send af stað um leið og boð barst um að þrjátíu tonna eikarbátur, Sigurvin GK 119, væri í nauð, 15 mílur norðvestur af Rifi. Björgunarbátur slysavarnarfélagsins á Rifi var sendur af stað en einning hélt skemmtibáturinn Svalan á vettvang. Svalan er hraðskreiðari og var fyrri til á slysstað eða innan við klukkustund eftir að útkall barst. Mennirnir voru þá í gúmbjörgunarbát og amaði ekkert að þeim.

Þremenningarnir voru síðar fluttir um borð í björgunarskipið Björg frá Rifi og þaðan hífðir um borð í þyrluna TF-LÍF. Aðgerðir gengu hratt og örugglega og voru mennrnir komnir um borð í þyrluna rúmri klukkustund eftir að útkall barst. Ekki liggur fyrir hvað olli því Sigurvin byrjaði að leka og sökk en bátsverjar voru að ljúka veiðiferð þegar báturinn hvarf undan þeim í djúpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×