Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lent fyrir stundu með slasaðan sjómann á Landspítalanum í Fossvogi. Maðurinn mun hafa fallið ofan í lest togara sem staddur var úti fyrir Ingólfshöfða og var þyrlan send af stað laust fyrir klukkan sjö í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan mannsins eða um hvað skip er að ræða.
Slasaður sjómaður í togara úti fyrir Ingólfshöfða
