Innlent

Vélarvana flutningaskip

Hollenskt, 12 þúsund tonna flutningaskip varð vélarvana rétt innan við Grímu við Reyðarfjörð um klukkan tíu í gærkvöldi. Kallaður var út björgunarbátur og línubátur til að aðstoða skipið og fylgdist Vaktstöð siglinga með reki skipsins þar til Landhelgisgæslan hafði fundið góðan haldbotn og var þá kastað út akkeri. Ekkert hættuástand skapaðist þegar vélarbilun varð og liggur skipið nú fyrir akkerum á meðan unnið er að biluninni. Björgunarskipið Hafbjörg er á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×