Um helmingur starfsmanna Varnarliðsins komnir með vinnu 25. ágúst 2006 16:48 Mynd/Heiða Helgadóttir Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur nú þegar gengið í önnur störf en 7 vikur eru þar til uppsagnarfrestur rennur út. Fram kemur í fréttum frá Ráðgjafarstofu starfsmanna Varnarliðsins að í lok mars á þessu ári voru 593 starfandi hjá Varnarliðinu en 427 voru búsettir á Suðurnesjum. Í dag eru um 230 starfsmenn Varnarliðsins frá Suðurnesjum ennþá á launaskrá Varnarliðsins en 217 hafa gengið til annarra starfa. Af þeim sem enn eru á launaskrá eru 20 starfsmenn 67 ára og eldri og 66 starfsmenn eru á aldrinum 60-66 ára. Í hópnum sem enn er að störfum eru um 100 iðnaðarstörf og 80 skrifstofustörf. Ráðgjafarstofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins var opnuð fyrir tilstuðlan Reykjanesbæjar og starfsgreinafélaga á svæðinu. Stofan hefur haft milligöngu um ókeypis námskeið fyrir tæplega 300 starfsmenn. Rúmlega 90 starfsmenn hafa þegið einstaklingsbundna ráðgjöf hjá Ráðgjafarstofunni og 400 starfsmenn hafa haft samband við stofuna varðandi upplýsingagjöf. Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir hafa óskað eftir aðstoð við leit að starfsfólki og eru nú 68 störf í boði hjá Ráðgjafarstofunni auk auglýsinga fyrirtækja í staðarblöðum þar sem auglýstar eru að meðaltali 10 stöður í hverri viku. Mest er eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, bílstjórum og ófaglærðum en minnst eftir skrifstofufólki. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur nú þegar gengið í önnur störf en 7 vikur eru þar til uppsagnarfrestur rennur út. Fram kemur í fréttum frá Ráðgjafarstofu starfsmanna Varnarliðsins að í lok mars á þessu ári voru 593 starfandi hjá Varnarliðinu en 427 voru búsettir á Suðurnesjum. Í dag eru um 230 starfsmenn Varnarliðsins frá Suðurnesjum ennþá á launaskrá Varnarliðsins en 217 hafa gengið til annarra starfa. Af þeim sem enn eru á launaskrá eru 20 starfsmenn 67 ára og eldri og 66 starfsmenn eru á aldrinum 60-66 ára. Í hópnum sem enn er að störfum eru um 100 iðnaðarstörf og 80 skrifstofustörf. Ráðgjafarstofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins var opnuð fyrir tilstuðlan Reykjanesbæjar og starfsgreinafélaga á svæðinu. Stofan hefur haft milligöngu um ókeypis námskeið fyrir tæplega 300 starfsmenn. Rúmlega 90 starfsmenn hafa þegið einstaklingsbundna ráðgjöf hjá Ráðgjafarstofunni og 400 starfsmenn hafa haft samband við stofuna varðandi upplýsingagjöf. Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir hafa óskað eftir aðstoð við leit að starfsfólki og eru nú 68 störf í boði hjá Ráðgjafarstofunni auk auglýsinga fyrirtækja í staðarblöðum þar sem auglýstar eru að meðaltali 10 stöður í hverri viku. Mest er eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, bílstjórum og ófaglærðum en minnst eftir skrifstofufólki.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira