Innlent

Beinhákarlar úti við Gróttu

Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur.

Það var ekki laust við að hjörtun slægju hraðar í sex köfurum sem stungu sér í sjóinn í gærkvöldi til fundar við beinhákarla sem syntu þar um með opið ginið í ætisleit. Hákarlarnir verða stærstir um 11 metra langir en kafararnir giskuðu á að hákarlarnir í gær hefðu verið um 8 til 10 metra langir og hátt í metra á milli skoltanna þegar þeir glenntu upp ginið.

Köfurunum var þó engin hætta búin því að beinhákarlarnir nærast á plöntusvifi og höfðu lítinn áhuga á fersku mannakjöti.

Hópar af beinhákörlum hafa undanfarið sést reglulega inni á Faxaflóanum og hafa hvalaskoðunarskip rekist á þá reglulega. Beinhákarlinn er í útrýmingarhættu en hann á sér fáa óvini aðra en manninn en kjötið og uggarnir eru rándýr matvara í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×