Innlent

Strætó fellir ferðir niður

Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan.

Vetraráætlun Strætó bs. tók gildi á sunnudaginn og ný leiðabók sömuleiðis. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leiðakerfinu og tímatöflum síðan nýtt leiðakerfi var tekið í notkun 23. júlí á síðasta ári. Þegar sumaráætlun tók gildi féllu niður ferðir ess- strætóanna á tíu mínútna fresti. Stjórn strætó hefur nú ákveðið að fella ferðirnar niður til langs tíma, ásamt því að hætta með leið s5 strætó. Með þessu sparast um 340 milljónir króna á ársgrunvelli.

Og það eru fleiri breytingar. Skólakortið er eru nú orðið rafrænt og skráð á nafn og kennitölu kaupanda. Ef kortið glatast er unnt að tilkynna það í þjónustusíma S-kortsins, og verður kortið þá sett á válista og þar með ógilt. Hægt er að fá nýtt kort fyrir 400 krónur, en kortið gildir í níu mánuði og er fyrir alla. Þá er í fyrsta sinn í sögu strætó hægt að finna leiðbeiningar á ensku á tímatöflunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×