Forráðamenn Manchester City hafa sent frá sér tilkynningu vegna árásar Ben Thatcher á Pedro Mendes í leik Manchester City og Portsmouth í gær. Í tilkynningunni segir að Thatcher hafi skrifað Mendes bréf og beðið hann afsökunar á glórulausri framkomu sinni í gær. Þar kemur auk þess fram að forráðamenn City ætli að taka á málinu í sínum herbúðum og að Stuart Pearce muni ákveða refsingu leikmannsins.
Myndband af þessu ljóta atviki má sjá á slóðinni: http://www.youtube.com/watch?v=I84Y-yVIrNw